Lífsnauðsynlegir merkimiðar

Auðvitað er um frábært og mjög þarft framtak að ræða. Raunar ætti líka að setja miða á allt sælgæti þar sem kemur fram að sykur skemmir tennur, að hætta sé á magaverk ef maður borðar of mikil sætindi í einu og að börn verði óþolandi við of mikið sykurát. Þá ætti að setja miða í öll mælaborð á bílum sem koma til landsins þar sem bílstjórar eru varaðir við að keyra of hratt og þeir minntir á að spenna beltin. Maður getur líka fengið magasár af því að drekka of mikið kaffi þannig að það er ekki seinna að vænna en að klína líka miða utan á allar kaffiumbúðir í landinu. Fleiri dæmi um bráðar hættur hér og þar mætti nefna til sögunnar þar sem merkimiðar myndu stórlega draga úr slæmum afleiðingum hins og þessa.
Þingmenn eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram að stuðla að svona bráðnauðsynlegum lagasetningum enda eru þegnarnir svo miklir vitleysingar að það þarf að hafa endalaust vit fyrir þeim á öllum sviðum. Svo höfum við heldur ekkert betra við peningana að gera. Eða hvað?
Birtist á Pólitík.is 25. febrúar 2002.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home